Ýta er öll.

Ýta er öll.

Skipast á skin og skúrir. Við þurftum að sjá á eftir henni Ýtu okkar til forfeðranna  á mánudaginn síðasta. Hún var búin að vera lasin í nokkra daga og þegar við fórum með hana til dýralæknis á Akureyri kom í ljós að hún var með aðskotahlut í meltingarfærunum sem hafði eyðilagt á henni stóran hluta af meltingarveginum. Hún fór í skurðaðgerð en skaðinn var því miður það mikill að ekki var hægt að bjarga henni. Ýta var yndisleg tík í alla staði og verður hennar sárt saknað bæði úr fjölskyldunni og ræktuninni. Við eigum eina  fjögurra mánaða tík undan henni úr síðasta goti með Jim. Hún mun vonandi halda heiðri móður sinnar á lofti þegar fram líða stundir. Meðfylgjandi er mynd af þeim mæðgum sem tekin var um það bil hálfum mánuði fyrir fráfall Ýtu.

Leave a reply