Toppur fær nýja eigendur

Toppur fær nýja eigendur

Toppur er ljúfur og þægilegur hundur undan Pöndu okkar og honum Taff sem kemur þar af leiðandi úr okkar ræktun. Við seldum hann frá okkur sem hvolp. Síðan þá höfum við fengið hann í tvígang í tamningu. Toppur fór mjög hressilega af stað í sínu fyrsta rennsli í tamningu. Hann róaðist þó fljótt og tók ágætlega tamningu í bæði skiptin. Eftir seinni skiptið var hann orðinn príðilega brúklegur hundur.

Vegna breyttra aðstæðna hjá eiganda komu Toppur til okkar á nýjan leik nú í sumar. Hann var þar af leiðandi að koma í þriðja skiptið í tamningu. Eftir tvær til þrjár kennslustundir var Toppur búinn að rifja upp þá takta sem hann hafði áður lært og gekk svo ljómandi vel í framhaldinu.

Við vorum svo heppin að finna nýja eigendur fyrir Topp eftir stutta dvöl hjá okkur. Það voru þau Eyrún og Bjarki (Bja) í Hafrafellstungu sem slógu til eftir að hafa komið í heimsókn og skoðað hunda hjá okkur. Við óskum þeim til hamingju með nýja hundinn og vonum að þeim farnist vel í framtíðinni.
já (1024x683) já3 (1024x683)Eins og sjá má hafði Toppur meiri áhuga á kindunum á bænum en nýju eigendunum. Við kjósum að líta svo á að það sé kostur.

Leave a reply