Þrír hvolpar komnir í heiminn.

Þrír hvolpar komnir í heiminn.

Tík15. ágúst gaut Panda þremur hvolpum. Eins og sagði í fyrri frétt eru þeir undan Galdri frá Flatatungu. Það er óvenjulegt hjá okkur að það komi svona fáir hvolpar, en minnsta got sem við höfðum fengið fram að þessu voru sex hvolpar. Þetta er þó ekki óþekkt og höfum við heyrt um dæmi þar sem hefur einungis komið einn hvolpur. Engu að síður er mikil hamingja með að þessir hvolpari hafi litið dagsins ljós.

Hvolparnir dafna vel. Það sést greinilegur munur á þeim á milli daga. Myndirnar eru teknar í gær, 23. Rakki2ágúst.

Í öðru fréttum er það helst að nú styttist í landsmót Smalahundafélags Íslands. Það verður haldið í Einholti á Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu. Eins og venjulega Rakki1er mótið tveggja daga og þetta árið verður það 29.-30. ágúst. Við hverjum sem flesta til að gera sér ferð og mæta á þennan skemmtilega viðburð. Nú og sem flesta til að keppa að sjálfsögðu. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.

Leave a reply