Það kom að því!

Það kom að því!

Þann 10. apríl kom loks að því. Hægt var að hafa kindur í hólfinu við fjárhúsið sem þýðir líka að hundatamningar hófust á nýjan leik eftir lengsta stopp í sögu ræktunarinnar sem kom auðvitað til vegna veðurs. Hundar og menn voru ánægðir með þessa tilbreytingu heldur betur. Síðan þetta var hefur verið fín tíð og tamið alla daga og útlit fyrir að það haldi áfram miðað við veðurspá.

Á myndinni má sjá hana Ásu (dóttur Biff og Ripley) taka til loppunni á nýjan leik. Hún var ánægð með það heldur betur.

Leave a reply