Við erum að upplifa fyrsta sauðburð okkar á Ketilsstöðum. Ærnar sem bera eru ekki margar eða 39 talsins. Þær voru samstilltar með svömpun í desember og einungis þrjár fengu ekki í fyrstu tilraun. Hinar 36 eru allar bornar. Það tók lýgilega stuttan tíma og ljóst er að áframhald verður á svömpun á þessum bæ. Annað er ekki í boði fyrir svona litlar tómstundahjarðir eins og þessar. Eins og sjá má á myndinni er heimasætan hæstánægð með þessa nýju íbúa á Ketilsstöðum þrátt fyrir að húsbóndanum hafi reyndar fundist alger óþarfi að gera minnsta lambi hússins hátt undir höfði með myndatöku 🙂
