Ripley frá útlöndum

Ripley frá útlöndum

Þessi mjög svo spennandi tík kom til landsins 20. febrúar síðastliðinn og dvelur næstu fjórar vikurnar í einangrun eins og lög gera ráð fyrir. Við fórum í nokkuð ævintýralega ferð til Írlands í byrjun nóvember og skoðuðum hunda hjá bóndanum og ræktandanum Pat Byrne. Fljótlega eftir það voru eigendaskiptin handsöluð. Tíkin átti upphaflega að koma til landsins i janúar, en ófyrirséð klúður á flugvellinum í Dublin varð til þess að svo varð ekki. Allt er gott sem endar vel og óþarfi að dvelja við það. Ripley er tæplega ársgömul og svo gott sem ótamin þó henni hafi verið sýndar kindur. Við erum full tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni og sjá hverju hún skilar í ræktuninni. Við höfum trú á að þetta sé blóðlína sem gæti passað vel fyrir íslenskar aðstæður. Pat býr með fé og nautgripi og leggur áherslu á að hundarnir hans séu nógu kjarkmiklir til að höndla bæði. Tíkin ber nafnið Ripley og ef hún líkist eitthvað nöfnu sinni Ellen Ripley verður hún töffari  …svo segja amk aðdáendur Aliens myndanna :). Ripley er með ættbók frá ISDS 00/354573 og er undan Jim ISDS 00/328580 og Jess ISDS 00/328030

Jim er mikill töffari með frábæran „balance“. Hann er aðal vinnuhundur Pat og annar af tveimur ræktunarhundunum hans. Pat sjálfur kynnir hann þannig „Brave Jim – getting power back into bloodlines“. Nýlega seldust þrír 10 mánaða hvolpar undan honum á samtals 18000$ á uppboði í Ástralíu og þar af einn á 9000$. Hér eru tvö myndbönd af Jim sem segja meira en mörg orð:
Myndband 1
Myndband 2

Lad 00/292404 sem Jim er undan var vinsæll hundur og þótti rækta vel. Hann var einn af 10 mest notuðu hundunum í UK/Írlandi 2012, 2014, 2015 og 2016. Hann var glerharður hundur sem vann bæði sauðfé og nautgripum, en að sama skapi mikill smali og huggulegur á velli. Hér er eitt myndband af honum.

Jess er prýðileg vinnutík sem Pat keypti til að rækta undan. Hér er myndband af henni.

Hér er að lokum örstutt myndbrot af Ripley sjálfri sem Pat tók upp í lok nóvember og sendi okkur til að stytta biðina.

…og hér er hægt að finna ættbókina hennar Ripley.

Leave a reply