Rambo frá Kjarna

Rambo frá Kjarna

Það bættist við hundahjörðina á dögunum. Það var hann Rambo frá Kjarna. Rambo er undan Galdri okkar og Móru frá Kjarna. Davíð Jónsson á Kjarna átti hana Móru og fékk að halda henni undir Galdur í sumar.

Eins og sjá má á myndinni að ofan var heimasætan afar sátt með þessa viðbót. Rambo er skemmtilegur hvolpur sem hefur skilað af sér mikilli ánægju hingað til. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort hann mun valda jafn mikilli ánægju þegar í smalamennskuna verður komið. Svo mikið er víst að hann má ekki verða neinn væskill á þeim vettvangi ef hann ætlar að standa undir nafninu 🙂

Leave a reply