Ýta

Ýta
  • Ýta
  • Ýta
  • Ýta
  • Ýta
  • Ýta
  • Ýta

Ýta (SFÍ 2010 -2-0899) hafði sérlega gott lag á fénu, hún var með þægilega fjarlægð, fylgdist vel með hverri kind og stýrði hópnum með fínum hreyfingum. Hún var með meðfærilegan áhuga, var iðin eins og maurinn og sótti á af stóískri ró. Ýta var samvinnufús og hlýðin að eðlisfari, en að sama skapi aðeins viðkvæm. Ýta var geðug tík, örlítið héldræg og óskaplega ljúf í umgengni.  Ýta var ekki tamin fyrr en hún var orðin rúmlega tveggja ára, en tók engu að síður mjög vel við tamningu. Ýta átti tvö got, annars vegar með Taff og hinsvegar með Jim. Hér er myndskeið af Ýtu.

Helstu afrek:

2. sæti í B-flokki á deildarmóti Austurlandsdeildar SFÍ (64/90 stig)

Ættartré
ættartalaýta

 

 

0
0
0