Panda

Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda
  • Panda

DNA CEA normal/clear

Augnskoðun 7. nóv 2015 – engar athugasemdir.

Panda (SFÍ 2009-2-0892, ISDS 340288) fékk áhugann snemma og á tímabili mátti eigandinn hafa sig allan við að koma í veg fyrir að tíkin hlypi á eftir öllu kviku sem hún hafði veður af. Mjög mikill áhugi gerði það að verkum að það þurfti að hafa svolítið fyrir henni í upphafi en hún tók síðan mikið þorskastökk um 2ja ára aldurinn. Panda er ágætlega hlýðin, áræðin, býr yfir mikilli vinnugleði og hefur frábært úthald, bæði í tamningu og til vinnu. Hún þreytist ekki á að reyna að finna lausnir á þeim vandamálum sem fyrir hana eru lögð. Panda minnir í mörgu á móður sína og er eðlislægt að vinna hratt og sækja á, en er heldur liprari að flestu leyti. Panda fékk einnig heilmikla tamningu utan kinda og kann ýmsar hundakúnstir. Eigandinn var í hundaþjálfaranámi þegar Panda var að taka út „unglingsárin‟ og var hún helsta viðfangsefni eigandans á meðan. Panda var sjálfstæður hvolpur og unglingur, og ég tel að sú þjálfun hafi gert mikið gott fyrir okkar samstarf. Panda hefur afar gott geðslag, er mannelsk, kurteis og ljúf í umgengni.

Hér má sjá myndskeið af Pöndu við vinnu.

Hér er myndband frá Landskeppni 2016.

Helstu afrek:

2. sæti í Unghundaflokki, deildarkeppni Smalah.fél. Snæfells- og Hnappadalssýslu 2011 (60/90 stig)
3. sæti í B-flokki á Landsmóti smalahunda 2012 (ÓGILT og 72/90 stig)
5. sæti í A-flokki á Landsmóti smalahunda 2013 (74/100 og 72/100 stig)
3. sæti í A-flokki á deildarmóti Austurlandsdeildar SFÍ 2013 (83/100 stig)
1. sæti í A-flokki á deildarmóti Austurlandsdeildar SFÍ 2015 (81/100 stig)
4. sæti í A-flokki á Landsmóti smalahunda 2016 (84/100 og 61/100 stig)
2. sæti í A-flokki á Landsmóti smalahunda 2017 (60/110 og 60/110 stig)
1. sæti í A-flokki á deildarmóti Austurlandsdeildar SFÍ Ytra-Lóni 2018 (86/110 stig)
3. sæti í A- flokki á deildarmóti Austurlandsdeildar Eyrarlandi (79/110 stig)

Panda var fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti BC smalahunda (ISDS) í Hollandi 2017. Sjá meira um það hér.

Panda fer með þó nokkuð hlutverk í hinni ljúfsáru og marg verðlaunuðu kvikmynd Hrútar eftir Grím Hákonarson sem er tekin upp í Bárðardal 2014&2015. Hér má sjá stikluna.

Panda skírteini

Ættartré
ættartalpanda

Hafa samband
0
0
0