Galdur

Galdur

 

DNA CEA normal/clear

Augnskoðun 7. nóv 2015 – engar athugasemdir.

Galdur (ISDS 340290) kom fyrst til okkar um tíu mánaða í fylgd með þáverandi eiganda sínum. Hundurinn var þá búinn að hrella eiganda sinn með óþarflega mikilli ásókn í ullarbragð. Það var eitthvað við hundinn sem höfðaði strax til Lísu og úr varð að fóru fram eigendaskipti nokkru síðar. Galdur er stór og kraftmikill hundur. Þetta er hæfileikaskepna og hann er glerharður, en sjálfsstjórnin heldur naumt skömmtuð þegar leikar æsast þó það færist í rétta átt samhliða meiri tamningu. Ef vel tekst til næstu misserin getur þetta orðið magnaður hundur. 
Myndskeið af æfingu hjá Lísu og Galdri frá 8. október 2016 má sjá hér.

galdurskráning

 

 

 

 

 

 

 

 

Ættartré:

Leave a reply

0
0
0