Dreki

Dreki
  • Dreki
  • Dreki
  • Dreki

Dreki (2002-1-0485) var fyrsti hundurinn sem Lísa tamdi svo gott sem alveg sjálf og var alveg frábær sem slíkur. Hann var eðlishlýðinn, með gott lag á fénu og tamdist hratt. Hann hafði sérstaklega gott lag á að fara fyrir hóp og færa eigandanum án nokkurra skipana. Það vantaði upp á að hann væri nógu harður í erfiðu fé, en hafði yfirleitt lag á að fá það ekki upp á móti sér. Hann var vandræðalaus í leik og starfi og því hægt að byrja að nota hann mjög fljótlega samhliða tamningu. Dreki var mikill karakter, mjög elskur að eiganda sínum en fálátur við ókunnuga. Dreki dó sumarið 2013 og var þá orðinn slæmur í skrokknum. Hans er sárt saknað.

Helstu afrek:

1. sæti í B-flokki á Landsmóti smalahunda 2008 (88 stig).

dreki

0
0
0