Panda í óvæntum vetrarsnúning

Panda í óvæntum vetrarsnúning

Þann 15. febrúar varð vart við fé á Tjörnesafrétti. Slíkt er ekki algengt á þessum árstíma en afrétturinn er ekkert mjög stór en greiðfær og smalast því venjulega ágætlega.

Það eina í stöðunni var náttúrulega að henda sér af stað og ná í gripina. Panda fékk að fara með og ekki var að sjá annað en henni líkaði vel enda ekkert verið um smalamennskur í marga mánuði. Kindurnar voru sex talsins og furðu vel á sig komnar. Allar eiga þær varnarþing í Kelduhverfi enda margt stórbænda í þeirri ágætu sveit.

Hér er örstutt myndband af smöluninni. Tekið ofan við Ytri-Tungu á Tjörnesi.

Leave a reply