Nýr hvolpur á heimilið

Nýr hvolpur á heimilið

Á mánudaginn tókum við á móti nýjum hundi. Það er hún Þruma frá Eyrarlandi. Hún er undan Queen frá Tjörn 1 og honum Kol okkar. Þruma er hress og skemmtilegur hvolpur og heillaði heimilisfólkið umsvifalaust. Nú skal upplýst að fleiri fréttir af þessum toga eru á leiðinni en meira af því síðar.

Í öðrum fréttum er það helst að til stóð að hefja smalaþjálfun að nýju eftir vetrarfrí nú um liðna helgi en veðurspáin breyttist til hins lakara. Sem stendur er hörkuvindur með skafrenning og þessháttar stemningu. Æfingum verður því áfram frestað um sinn. Lísa skrapp í Gunnarsstaði á mánudaginn í hinn vikulega smalahitting sem stundaður þar er yfir vetrartímann. Frábært framtak hjá Þistlum.

Leave a reply