Nóg að gera!

Nóg að gera!

Það er ekki nóg með að sauðburður sé yfirstandandi heldur gaut hún Ripley níu hvolpum í gær. Sjö rakkar og tvær tíkur. Hvolparnir eru undan ríkjandi Íslandsmeistara, Biff. Það er vandasamt að taka góðar myndir af svona pínulitlum hvolpum en þetta er semsé hvolpahrúgan á myndinni hér að ofan. Ég set inn betri myndir af þeim þegar þeir stækka og komast út í íslenska sumarhitann.

Hvolparnir eru að mestu lofaðir nú þegar en mögulega verða þó einhverjir fáanlegir. Ég flyt frekari fréttir af því þegar fram í sækir.

Leave a reply