Nóg að gera, fullta af flottum hvolpum, rigning og stóðhestahólf!

Nóg að gera, fullta af flottum hvolpum, rigning og stóðhestahólf!

Nú er hásumar. Eins og stundum áður einkennist það af veðurlegum vonbrigðum. Það rignir hér flesta daga og nær aldrei komið tveir þurrir dagar í röð í sumar. Ekki er útlit fyrir breytingu á þessu miðað við langtímaspár. Svona tíðarfar er alltaf þreytandi.

En það er þó stuð á öðrum vígstöðvum. Hvolparnir undan Scott og Ripley eru mjög hressir, allir níu. Þeir hafa verið minna úti en venjulegt er á þessum árstíma vegna veðursins en hafa þó fengið að fara í gerðið sitt upp á síðkastið aðeins. Hér að neðan eru nokkrar myndir þaðan. Heimasætunni fannst þeir jafnvel heldur of hressir!

Tveir hvolpar úr gotinu er enn ólofaðir. Áhugasamir geta haft samband við Lísu í síma 8631679. Stutt er í afhendingartímann.

Fleira hefur gerst hér á bænum. Nýlega var klárað að koma hér upp stóðhestahólfi! Hver hefði séð það fyrir? Mikil kátína með þessa óvæntu viðbót við búskapinn hér á bænum.

Mæðgur inn í hvolpagerðinu með allt hvolpastóðið með sér.

Eins og sjá má fannst hvolpunum tilvalið að leika við Sigrúnu!

Hér má sjá Ketilsstaðabóndann með hliðið í nýju stóðhestagirðinguna. Ræktunargripirnir í fjarska.

 

Leave a reply