Námsskeið var haldið helgina 11-12. nóvember í reiðhöllinni á Melgerðismelum í Eyjafirði. Það var Félag ungra bænda á Norðurlandi sem óskaði eftir námsskeiðinu. Alls tóku tíu þátt í námsskeiðinu og var þeim skipt upp í tvo hópa. Námsskeiðið heppnaðist vel og ánægjulegt að sjá mikinn áhuga hjá unga fólkinu í bændastétt.
