Námsskeið í Dýrafirði

Námsskeið í Dýrafirði

Í lok apríl fórum við alla leið í Dýrafjörð þar sem Lísa hélt námsskeið á Söndum. Á Söndum er toppaðstaða með frábærri reiðhöll og allt eins og best verður á kosið. Full mæting var á námsskeiðið. Flestir þátttakendur voru af nærsvæðinu eða frá Bolungarvík til Dýrafjarðar en þó kom einn þátttakandi alla leið frá Landeyjum. Námsskeiðið heppnaðist vel og var ferðinnar virði. Malta Jim var sáttur enda hitti hann tvær fyrstu íslensku kærustunar í ferðinni.

Við eigum örugglega eftir að fara aftur á þetta svæði. Sérstaklega verður gaman að prófa nýja vegin í gegnum Teigsskóg.

Fleiri myndir má finna í myndasafninu okkar.

Leave a reply