Námsskeið í Bústólpahöllinni í Saltvík

Námsskeið í Bústólpahöllinni í Saltvík

Lísa hélt námsskeið í Bústólpahöllinni í Saltvík um liðna helgi. Alls mættu sjö nemar og þar af fimm báða dagana. Óhætt er að segja að aðstaðan til námskeiðahalds í Bústólpahöllinni sé á heimsmælikvarða og líklega er þetta framtíðarvettvangur fyrir námsskeið. Það sem gerir þetta mögulegt núna er að núna er Skjálfandahólf orðið ,,hreint” hólf og má flytja sauðfé frjálst innan hólfsins. Við gátum því einfaldlega flutt með okkur kindur að heiman í Saltvík og svo heim að notkun lokinni en þetta var bannað þangað til í fyrra.

Nemarnir komu flestir af nærsvæði okkar en hundarnir allsstaðar að. Þó voru þar heldur betur kunnuleg gen á ferðinni. Til dæmis átti hann Kolur okkar son meðal þátttakanda og Ripley okkar sonardóttur sem er þar af leiðandi bróðurdóttir hennar Ásu okkar.

Leave a reply