Námsskeið á Syðri-Sandhólum

Námsskeið á Syðri-Sandhólum

Fyrirhugað er námskeið í þjálfun BC fjárhunda á Syðri-Sandhólum á Tjörnesi helgina 28.-29. mars 2015. Námskeiðið byrjar á bóklegu klukkan 10:00 báða dagana. Þar á eftir verður sýnikennsla og síðan skiptast nemendurnir á að fara með hundana sína í fé undir leiðsögn kennarans. Gert er ráð fyrir að hver hundur fái að fara tvisvar sinnum hvorn dag. Heitt kaffi og eitthvað kaffibrauð verður á staðnum, en annars er gert ráð fyrir að nemendur nesti sig. Gera má ráð fyrir að námskeiðið standi til u.þ.b. 16:00. Mikilvægt er að nemendur klæði sig vel þar sem kennslan fer fram utandyra að mestu leyti. Allar frekari upplýsingar hjá Lísu í s. 863 1679.

Leave a reply