Námsskeið á Syðri-Sandhólum

Námsskeið á Syðri-Sandhólum

Dagana 28-29. mars var haldið smalahundanámsskeið á Syðri-Sandhólum. Alls tóku átta smalar þátt ásamt hundum sínum og komu þeir úr Kelduhverfi, Mývatssveit, Reykjahverfi og Raufarhöfn. Færri komust að en vildu og því er stefnt að nýju námskeiði á vordögum.

Veðrið var ljómandi gott fyrri daginn en heldur síðra þann seinni og því var afráðið að kenna allt þetta bóklega á sunnudaginn, en gefa mönnum og hundum þess í stað fleiri rennsli á laugardeginum. Þá var líka hægt að skipta nemendunum í tvö holl á laugardeginum þannig ekki þurftu allir að mæta í einu frekar en þeir vildu. Þetta kom nokkuð vel út svo ef til vill verður þetta fyrirkomulagið í framtíðinni.

Tókst námsskeiðið vel og ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast nýjum hundum og smölum og vonandi verða að einhverju liði. Þarna voru nokkrar virkilega skemmtilegar týpur á ferð. Myndir frá námsskeiðinu má sjá hér á síðunni undir myndahnappnum.

Leave a reply