Námsskeið á Breiðavaði

Námsskeið á Breiðavaði

Um liðna helgi, 11. og 12. ágúst kenndi Lísa á námsskeiði á Breiðavaði. Karólína í Hvammshlíð og Bjarki á Breiðavaði stóðu fyrir námsskeiðinu og gerðu það af einstökum sóma.

Eins og verið hefur á flestum undanförnum námsskeiðum voru nemendurnir sex talsins, allir nema einn úr nálægum sveitum við Breiðavað. Þetta námsskeið gekk vel og sjaldan hefur hundahópurinn verið jafn góður og í þetta skiptið. Alltaf er nú jafn gaman að hitta nýjan hundahóp, spá og spegúlera í eiginleika og kannast við ætterni þeirra en það átti við um flesta hundana að þessu sinni.

Veðrið var með ágætum, mátulegt hitastig og milt, þó svo að þokan væri aðeins að herja á okkur á köflum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af námsskeiðinu sem að sjálfsögðu má líka sjá í myndasafninu okkar.

« of 2 »

Leave a reply