Í kjölfar ISDS vinnuprófanna var undirrituð með námskeið í Eyvindarmúla Fljótshlíð. Alls voru 9 nemendur á námskeiðinu og eitthvað fleiri hundar. Þetta voru BC hundar af öllum stærðum og gerðum, sumir mjög góðir en aðrir síðri svona eins og gengur. Smalarnir voru líka af öllum stærðum og gerðum :). Ég læri alltaf eitthvað á hverju námskeiði bæði af hundum og mönnum og fæ þannig tækifæri til að verða aðeins betri með hverju námskeiði. Það var reglulega gaman að koma í Fljótshlíðina þó dagurinn væri orðinn óþarflega stuttur til að hægt væri að skoða sig um. Ég þakka staðarhöldurum kærlega fyrir mig, þar var öll aðstaða til fyrirmyndar og húsbóndinn orðinn nokkuð lunkinn við að temja þó ég reyndi að stjórnast eitthvað í honum.
Skrifað af Lísu