Eftir óþarflega langa mæðu er kominn tími á nýja uppfærslu á þessum vef. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni undanfarna mánuði og sér svo sem ekki fyrir endann á því. Nú er þó málum þannig háttað að tími gefst til að setjast við tölvu og setja frá sér nokkrar línur.
Sem stendur höfum við átta hunda á fóðrum og eðlilega mikið fjör á bænum. Hópurinn verður grisjaður eitthvað á næstu mánuðum og raunar er það ferli hafið. Nánar um það síðar.
En elstu fréttina fyrst. Það var haldið námsskeið á Syðri-Sandhólum í apríl síðastliðinn. Eins og venjan er þegar námsskeið eru haldin hér á heimavelli eru nemendurnir hafði heldur færri en þegar lengra er farið, en sjö nemendur voru á þessu námsskeiði. Allir nema einn komu hér úr nærumhverfinu. Einn Skagfirðingur fékk að fljóta með!
Myndir af námsskeiðinu má sjá hér.