Mikið fjör á Ketilsstöðum

Mikið fjör á Ketilsstöðum

Hvolparnir níu undan Ripley og Biff eru nú átta vikna. Stutt er í að þeir yfirgefi heimahagana. Eins og venja er á þessum aldrei eru þeir afar hressir, mjög áhugasamir um félagsskap og mat. Hér eru tvö myndskeið sem tekin voru upp af þeim á síma í gær. Í fyrra myndskeiðinu eru hvolparnir í félagsskap móður sinnar.  Í seinna myndbandinu eru þeir félagar að sjá kindur í fyrsta skipti. Það er alltaf gaman að vera vitni að því eins og sjá má.

Leave a reply