Marý kominn til nýrra eiganda

Marý kominn til nýrra eiganda

Marý, síðasti holpurinn sem var til sölu úr goti Ýtu og Jim hefur verið seldur.

Næsta got er væntanlegt með vorinu ef allt gengur upp. Nákvæm tímasetning er ekki fyrir hendi eins og gengur í þessum bransa. Það er hún Skotta sem á að eiga næsta got á þessu heimili. Við héldum henni í fyrra en því miður komu engir hvolpar í það skiptið. Við reiknum með því að það gangi betur næst.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða hundur verður paraður með Skottu. Það mál er þó í vinnslu og mun ákvörðun liggja fyrir innan fárra vikna.

Við munum að sjálfsögðu gera grein fyrir stöðu mála hér á síðunni í framhaldinu.

Leave a reply