Malta Jim mættur í Ketilsstaði

Malta Jim mættur í Ketilsstaði

Kominn til Húsavíkur en formaður Framsýnar fylgdi honum síðasta spölinn frá Reykjavík í flug þar og norður til Húsavíkur. Eins og sjá má er heimasætan spennt.

Malta Jim mætti hingað í Ketilsstaði núna eftir hádegið. Eins og margir vita ákvað stjórn SHFÍ að flytja inn kynbótahund til landsins til skamms tíma og sá hundur er Malta Jim. Hann kemur hingað frá Hollandi en eigandi hans er Serge van der Zweep sem er heimsfrægur þjálfari og var meðal annars í þriðja sæti á síðasta heimsmeistaramóti.

Malta Jim verður hér hjá okkur næstu tvo mánuðina um það bil. Áhugasamir sem vilja nota Jim geta haft samband við Lísu í síma 8631679.

Húsavík er mikill hundabær. Það mátti því engan tíma missa að byrja að merkja plássið vel og vandlega.

Við verðum reyndar á ferðinni um helgina en Lísa er með námsskeið við Þingeyri. Jim verður með í för þannig að ef þannig stendur á að einhver sem hefur áhuga á að nota Jim og býr á milli Ketilsstaða og Þingeyrar eða þar um bil og á tík sem er til í tuskið þessa dagana, þá er það svo sannarlega í boði.

Leave a reply