Landsmót SHFÍ var haldið á Ytra-Lóni á Langanesi 28. og 29. ágúst.
Þær mæðgur Ripley og Ása tóku þátt undir stjórn Lísu í A-flokki annarsvegar og Unghundaflokki hinsvegar. Þær voru samstíga mæðgur, gekk vel annan daginn en frekar illa hinn daginn. Þetta dugði þó til þess að Ása náði þriðja sætinu í Unghundaflokki. Ripley átti næst stigahæsta rennsli mótsins (92 stig) á eftir Doppu hans Alla. Agnar Ólafsson sigraði Unghundaflokkinn og Ingvi Guðmundsson í öðru. Aðalsteinn Aðalsteinsson með Biff sigraði A-flokkinn og Ezde Jan De Haan B-flokkinn.
Myndavélin var fjarri góðu gamni í þetta skiptið og gamall Nokia sími skilaði myndinni hér að ofan………….
Hér má lesa meira: https://smalahundur.123.is/blog/2021/09/01/809619/