Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2016

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2016

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2016 fór fram að Bæ í Miðdölum síðustu helgina í ágúst. Við fjölskyldan lögðum land undir fót ásamt þeim mæðgum Skottu og Pöndu. Keppnin fór fram laugardag og sunnudag og fengu allir hundarnir tvö rennsli. Þær mægður kepptu í A-flokki eins og undanfarin ár. Á laugardaginn gekk allt upp. Skotta fékk dæmd 86 stig og Panda 84 stig (af 100) sem gaf þeim báðum meira en 10 stiga forskot á næsta hund. Við mæðgur, og þá sennilega aðalega ég, vorum því farnar gera okkar pínulitla von um að allt gæti endað á besta veg . Á sunnudaginn gekk aftur á móti allt á aftufótunum og tókst smalanum að taka fjölmargar slæmar ákvarðanir á stuttum tíma. Við Skotta hættum keppni og fengum engin stig seinni daginn og Panda endaði að lokum í 4 sæti. Hér er rennsli Skottu frá fyrri deginum og hérna er rennsli Pöndu frá sama degi. Skotta er orðin 10 ára og alveg ótrúlega hraust ennþá og Panda var þarna gengin 4 vikur með og hvergi bangin. Sem betur fer eru ekki til neinar upptökur af seinni deginum ????. Að endingu er auðvitað rétt að halda því til haga að þeir sem komust á pall þetta árið voru vel að því komnir.
Nánar um úrslitin á heimasíðu SFÍ.

Leave a reply