Einkatímar
Eigandi og hundur eru velkomnir í einkatíma. Þá getur kennslan miðast að þörfum hvers og eins. Einkatímar fara jafnan fram að Syðri-Sandhólum á Tjörnesi sem er um 18 km norðaustan við Húsavík. Hægt er gera aðrar ráðstafanir ef það á við.
Námsskeið
Lísa hefur gert nokkuð að því að halda námskeið víða um landið. Námskeiðin standa saman af bóklegri kennslu, sýnikennslu og verklegu. Verklegi þátturinn er jafnan sá umsvifamesti þar sem hver og einn nemandi spreytir sig með sinn hund undir leiðsögn kennarans á meðan hinir nemendurnir fylgjast með. Ef hópurinn er með einhverjar sérstakar óskir eða þarfir er sjálfsagt að skoða það.
Ræktun
Stefnan er að vera með að jafnaði eitt got á ári. Hver pörun verður vandlega valin og paraðir saman hundar sem okkur sjálfum þætti spennandi að fá hvolpa undan. Þegar got er væntanlegt verður það auglýst á fréttasíðunni okkar. Stundum verða til sölu eldri hundar á mismunandi tamningarstigum og verður þá auglýst sérstaklega.
Þjálfun
Ekki er tekið á móti hundum í tamningu nema í undantekningartilfellum. Þetta er vegna tímaleysis og anna við önnur störf.
Almenn hundaþjálfun
Lísa er menntaður hundaþjálfari og hefur því yfirgripsmikla þekkingu á hundaþjálfun. Hún getur boðið upp á ýmis námskeið fyrir hinn almenna hundeiganda. Má þar nefna hlíðniþjálfun, hvolpanámskeið, klikkernámskeið og spor.
Annað
Lísa getur einnig tekið að sér að temja kindur fyrir þá sem langar til að koma sér upp hóp af þjálum kindum heima við til að þjálfa unghundinn sinn.
[easingsliderlite]