Það hafa verið erfiðir dagar hér á Tjörnesi undanfarið. Veður frekar slæmt ef best getur en gjörsamlega sturlað þegar verst er. Rafmagnsleysi sem stóð yfir í rúma fimm sólarhringa með tilheyrandi dimmum, köldum og rökum húsum. Ekki aðventan sem neinn óskaði eftir. En ef við lítum á björtu hliðarnar, þá er búið að vera óvenju skaplegur desember hjá honum Kol okkar. Í desember er venjulega lítið stuð hjá hundunum okkar. Búnir að missa tamningakindurnar og birta litil. En Kolur brúaði þetta bil með góðri heimsókn úr Presthvammi í Aðaldal en þaðan kom Píla frá Súluvöllum. Það fór mjög vel á með þeim og Kolur hæstánægður með þessa heimsókn eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem tekin var í miðju rafmagnsleysinu en notast var við höfuðljós við þessa töku.
