Fyrir nokkrum dögum komu skírteini frá ISDS í pósti. Þar með eru Panda, Skotta, Galdur og Moli öll orðin skráð hjá ISDS ásamt í kringum 20 öðrum hundum á landinu sem tóku hæfnipróf í haust. Það er góð tilfinning að þessu ferli sé loksins lokið og þessi mál séu kominn í góðan farveg. Við erum í þessum skrifuðum orðum að ganga frá fyrstu skráningu á hvolpum frá okkur í ISDS. Það er gotið undan Pöndu og Galdri frá því í sumar. Við hvetjum þá sem eru í þessari aðstöðu að skrá alla þá hvolpa sem hægt er að skrá hjá ISDS nú eftir að hundarnir fengu skírteinin. Það eru semsé hvolpar undan ISDS skráðum hundum sem eru innan við tveggja ára.
Að lokum óskum við öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eins og sjá má er Panda í jólaskapi.