Ice mættur í Ketilsstaði

Ice mættur í Ketilsstaði

Það hefur verið svo mikið að gera hjá Ketilsstaðafjölskyldunni í raunheimum undanfarið að lífið í netheimum hefur orðið alveg útundan. Stundum er það líka best þannig.

Í mars 2021 fluttum við inn Border Collie hvolpinn Foxridge Ice ISDS 377474. Þetta var skyndihugmynd í covid lágdeyðunni og ef maður hefði hugsað til enda vesenið (umfram þetta venjulega) við að flytja inn hund í miðju Covid fárinu og í kjölfar Brexit þá hefði maður ef til vill hugsað sig tvisvar um. Hverju sem því líður þá mætti Ice í Ketilsstaði um mánaðarmótin mars/apríl. Ice er undan Kevin Evans Red Spot og Nan (undan 2014 heimsmeistaranum, Michael Shearers Bob). Ice er geðþekkur og glaður hundur, þjálfunin fer vel af stað og hann skilar vonandi einhverju í ræktunina á Íslandi á næstu árum.

Hér er myndband af Spot.

Hér er smá sýnishorn af Ice þar sem hann er rétt um sex mánaða gamall og nýkominn til okkar.

Hér eru svo þrjú stutt myndskeið af æfingu frá því í sumar þegar tamning var enn á frumstigi:
Myndskeið 1
Myndskeið 2
Myndskeið 3

Hér er ættartalan hans Ice.

Ice hefur verið DNA prófaður fyrir arfgengum sjúkdómum: CEA, DH, Glau, IGS, MDR1, NCL5, SN, TNS – clear/normal og getur parast við hvaða tík sem er án þess að afkvæmin eigi á hættu að fá þessa sjúkdóma. Hann gefur mórautt ef tíkin á móti honum ber mórautt gen.

(Lísa)

Leave a reply