Hvolpar undan Yrju og Kol

Hvolpar undan Yrju og Kol

Þessar rjómabollur fæddust þann 18. febrúar 2018 og eru því tveggja vikna í dag. Þrír hundar og þrjár tíkur. Þeir eru undan Yrju (SFI 2014-2-0090) og Kol (SFI 2013-1-0014).

Yrja er vandræðalaus tík í leik og starfi. Við eignuðumst hana síðastliðið sumar. Hún er ekki fulltamin, en þar er ekki við hana að sakast. Hún hefur alltaf verið á beinu brautinni. Hún er með mikinn áhuga á að vinna en um leið samvinnuþýð. Hún hefur “praktíska” vinnufjarlægð, er lipur upp á hliðarnar og með góðar beinar línur þegar hún labbar upp að fé. Yrja er róleg og yndæl í umgengni og vill gjarnan geðjast.

Kolur er aðal vinnuhundur Lísu í dag og hún notar hann í öll verk sem viðkoma fé. Hann er eðlisvíður og fer stór og mikil úthlaup. Hann er alltaf með yfirsýn yfir allan hópinnn og skilur ekki eftir. Kolur er huggulegur og gaman að fylgjast með honum vinna. Kolur er kraftmikill, duglegur hundur sem þolir mikið álag. Hann er vinalegur og mannelskur.

Hér er myndband af Kol þegar hann var að byrja að taka tamningu.

Hér er myndband frá æfingu síðasta sumar.

Hér er myndband af Yrju.

MYNDIR AF HVOLPUM HÉR.

Hvolparnir eru til sölu og afhendast 8 vikna, bólusettir og örmerktir. Þeir verða skráðir hjá Smalahundafélagi Íslands.

Frekari upplýsingar hjá Lísu s. 8631679 eða elisabetg@ru.is

Leave a reply