Hvolpar undan Ásu og Kol

Hvolpar undan Ásu og Kol

Þann 4. Júní fæddust hvolpar undan Ásu og Kol. Þrjár tíkur og tveir hundar. Þetta var alls kostar óvænt því þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir virtist tíkin aldrei vera tilkippileg og enginn átti von á hvolpum. Síðan byrjaði hún allt í einu að gildna svo ekki varð um villst að hún var hvolpafull. Óvænt ánægja auðvitað því Ása er gæðatík sem og Kolur sem jafnframt er að koma vel út sem ræktunarhundur.

Hluti þessa gots er ólofaður. Nánari upplýsingar gefur Lísa í síma 8631679.

Leave a reply