Hvað er að frétta?

Hvað er að frétta?

Ekkert! Jú, það er fullt af snjó og heldur áfram að snjóa! Hér hefur ekki verið þjálfaður hundur til smölunar síðan í nóvember og óhætt er að segja að þolinmæðin gagnvart þessum versta vetri í 25 ár sé orðin lítil. Raunar löngu þrotin. En það þýðir víst ekki annað en að horfa fram á vegin, það er allavega ekki hægt að bóka ferð til Tene til þess að létta sér lundina eins og staðan er núna.

Það eru þó smá fréttir. Það hefur heldur betur fjölgað í afkomendahópi Kols í vetur. Tíkurnar tvær sem heimsóttu hann í kringum rafmagnsleysið í desember gutu báðar með nokkurra daga millibili fyrir um tveimur mánuðum. Sex hvolpar í Lóni og fimm í Presthvammi. Allt gekk vel og hvolpum og mæðrum heilsast vel, já og föður!

Ripley skaust svo með flugvél suður yfir heiðar fyrir tveimur vikum til móts við Biff á Húsatóftum og vonir standa til þess að afraksturinn úr þeirri heimsókn komi í heiminn um miðjan maí. Vonandi verður snjórinn farinn þá.

Myndirnar sem fylgja fréttinni er af tveimur hvolpanna í Presthvammi.
Einn af hvolpunum undan Kol sem er eins og er til heimilis í Presthvammi.

Leave a reply