Hreyfingar á hundastofninum

Hreyfingar á hundastofninum

Þar sem lukkan hafði verið að stríða okkur svolítið í ræktuninni síðustu misserin létum við eftir okkur að kaupa sárabætur í kynstofninn. Sárbæturnar voru í formi hennar Nölu frá Dalsmynni undan Korku frá Miðhrauni og Dreka frá Húsatóftum. Nala er skemmtilegur og lífsglaður hvolpur og við hlökkum til að kynnast henni betur. Einnig festum við kaup á Penný frá Tjörn, en hún er undan Spaða frá Eyrarlandi og Brook. Penný er nýkomin til okkar og er í kringum þriggja mánaða gömul. Hress og skemmtleg. Þær munu báðar fá sinn sess hér á síðunni fljótlega.
Ekki þýðir að safna bara hundum en láta ekkert í staðinn. Karen undan Ýtu frá Daðastöðum og Killiebrae Jim er komin til nýrra eiganda og mun smala í Dalasýslunni í framtíðinni. Karen var ársgömul, sérlega meðfærileg og talsvert tamin en ekki alveg það sem við erum að leita að í ræktuninni.

Leave a reply