HM í Hollandi

HM í Hollandi

Þegar þetta er skrifað er rúmur mánðuður frá því að við komum heim frá Hollandi, rykið er farið að setjast og lífið er komið í sinn vanagang. Leiðin á og ekki síður af HM var ýmsum þyrnum stráð og ekki enn séð fyrir endann á því. Síðustu metrarnir voru farnir af hálfgerðri skyldurækni, Íslendingar skyldu ekki gefa sætin sín eftir, en nánast um leið og við mættum á mótið fundum við að við höfuðum tekið rétta ákvörðun. Það voru forréttindi að fá að vera hluti af þessu samfélagi sem þarna myndaðist í kringum keppnina. Að standa með hundinn sinn, stafinn sinn, í númeraða vestinu sínu, á eftir Kanada og undan Póllandi, og með stóran hnút í maganum var undarlega góð tilfinning. Þetta var frábær og einstök reynsla. Panda stóð sig frábærlega, langt ferðalag, nýtt land, nýjar kindur, alls konar áreiti og rifin tánögl, ekkert haggaði henni. Reynslan er okkur hvatning að gera enn betur í bæði þjálfun og ræktun. Það erfiðasta við þetta ævintæyri var að þurfa að skilja Pöndu eftir í Hollandi þar sem hún bíður eftir því að komast heim í einangrun. Hún kemur ekki heim úr henni fyrr en í lok september og ekki er laust við að mikill spenningur sé á heimilinu eftir þeim degi.
Varðandi framhaldið þá vonum við að þetta sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Hér eftir verði Ísland með fasta þáttttöku á heimsmeistaramótinu og með fleiri fulltrúa. Íslenskir smalar og hundar eiga fullt erindi í keppnina og gaman væri að einn daginn sæjum við nöfn Íslendinga í úrslitunum.

Annars bendum við á umfjöllun um mótið í Bændablaðinu sem kom út 3. ágúst síðastliðin og sömuleiðis á heimasíðu Smalahundafélags Íslands.

Einnig má benda á að slæðing af myndum frá ferðinni má sjá á myndasíðunni okkar.

Leave a reply