Heimsókn í Grund

Heimsókn í Grund

Á dögunum var farinn ferð hér innan sýslu gagngert til þess að innlima nýjan meðlim í Smalahundafélag Íslands. Ég fór í Grund í Höfðahverfi og hitti þar fyrir Þórarinn Inga Pétursson, bónda á bænum og ræddum við hunda ásamt mörgu öðru. Að loknu talsverðu löngu spjalli varð niðurstaðan sú að ég aðstoðaði Þórarinn við að skrá alla sína hunda og skrá hann svo sjálfan í félagið. Hundarnir hans Þórarins eiga allir sterkar rætur í Daðastaðaræktuninni ásamt því að innfluttir hundar hafa blandast þar inn í gegnum árin.

 

Leave a reply