Þann 24. Maí fæddust hvolpar undan Ripley og Spaða frá Eyrarlandi. Sex litlir upprennandi skæruliðar, fjórir hundar og tvær tíkur. Þeir eru nú þegar allir farnir að heiman og tilhlökkunarefni að sjá hvernig þessi pörun kemur út. Hvolpurinn á myndinni heitir Grettir og var í miklu uppáhaldi í þessu goti.
