Got undan Ripley og Scott

Got undan Ripley og Scott

Þann 28. maí byrjaði Ripley að gjóta. Að morgni 29. maí hafði hún lokið sér af. Hvolparnir urðu alls níu talsins, sex tíkur og þrír rakkar. Öllum heilsast vel og þetta gekk bókstaflega eins og í sögu.

Hvolparnir hafa það gott í þvottahúsinu núna og tútna út þrátt fyrir að margir séu.

Faðir hvolpanna er Scott sem var fluttur inn til Íslands núna í vetur og var því einungis búinn að stoppa á landinu í fáeinar vikur þegar hann kom og heimsótti Ripley með þessum ljómandi fína árangri.

Nokkrir hvolpar eru lausir í þessu goti en þeir verða tilbúnir til afhendingar í lok júlí. Lísa getur upplýsingar í síma 8631679.

Leave a reply