Got undan Pöndu og Galdri

Got undan Pöndu og Galdri

Á vordögum kom til okkar í einkatíma Galdur frá Flatatungu (2014-1-0006). Galdur var þá tíu mánaða gamall. Hann er undan Killiebrae Jim og Hnotu frá Daðastöðum. Okkur leist strax vel á Galdur. Hann var mjög áhugasamur, ákveðinn og spennandi hundsefni. Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að fá Galdur til okkar afturPanda í sónar til frekari prófunar. Við höfðum nefnilega í huga að Panda átti að fara á lóðarí og hugsuðum okkur Galdur sem mögulegan hvolpaföður.  Okkur leist það vel á Galdur að við ákváðum að nota hann. Pöndu leist líka vel á hann og honum á hana. En þegar á hólminn var komið festist Galdur þó aldrei við hana Pöndu okkar, þrátt fyrir afar margar tilraunir. Þetta voru talsverð vonbrigði enda vorum við orðin mjög spennt fyrir ráðahagnum og heppnin ekki verið með okkur í ræktuninni undanfarið.

Nú nýlega, röskum mánuði eftir að Galdur heimsótti okkur í annað skiptið tókum við eftir því að Panda var farin að stækka nokkuð um sig miðja. Það er ekki laust við að spenna hafi hreiðrað um sig hjá okkur um hvort það gæti verið að eftir allt saman hafi Galdri tekist að hvolpa tíkina. Það var einungis eitt að gera í stöðunni og það var að láta skoða Pöndu. Við brugðum á það ráð að skreppa í kaffi til Gunnar Björnssonar í Sandfelli, sem landsþekktur er fyrir sónarskoðun á kindum, og báðum hann að skoða hvort hann sæi eitthvað í henni Pöndu. Það var svo afar gleðileg stund þegar Gunnar staðfesti það sem við vorum að vona, Panda er holpafull. Óhætt er að segja að þetta hafi verið óvænt og gleðileg tíðindi.

Við munum fá Galdur til okkar aftur fljótlega, jafnvel til frambúðar. Þá munum við taka af honum myndir og myndskeið af honum í kindum. Þetta er stór og gerðarlegur hundur sem fer hratt yfir. Hann er sjálfstæður og vill fara sínar eigin leiðir en það mun væntanlega breytast með meiri tamningu. Ræktunarmarkmiðið er með gotinu er að fá ákveðna en viðráðanlega hunda með mikinn áhuga og mikið úthald. Við erum byrjuð að taka við pöntunum úr gotinu.

Leave a reply