Got undan Pöndu og Galdri

Got undan Pöndu og Galdri

Þann 26. september síðastliðin fæddust átta hvolpar undan Pöndu og Galdri.  Ákveðið var að halda Pöndu aftur undir Galdur eftir að hafa fengið tvo af þremur hvolpum úr síðasta goti í þjálfun. Báðir fjárhundsefni og annar þeirra sérlega efnilegur. Það var að minnsta kosti samdóma álit bæði Lísu og Gunnars Daðastaðabónda að annar hundurinn væri með betri hundsefnum. Við höldum eftir tveimur hvolpum úr gotinu í þeirri von að fá eitthvað sambærilegt. Sex hvolpanna eru lofaðir en einn rakki og ein tík eru á lausu. Lýsingar á foreldrunum og myndbönd má finna undir „hundarnir okkar“.

Hér er til gamans stutt myndskeið af Rjóma síðan í sumar, en hann er bróðir hvolpanna sem kom úr síðasta goti haustið 2015.

 

20161002_181042-2 20161016_104158-2 img_1009-2 img_1035-2

 

Leave a reply