Got undan Ice og Ásu

Got undan Ice og Ásu

Þann 29. ágúst síðastliðinn eignaðist Ása okkar sitt annað got. Í þetta skiptið er faðir hvolpanna Ice sem við eigum sjálf og fluttum inn í fyrra. Hér má finna upplýsingar um Ice. Ása er ásamt Ripley móður sinni okkar helsti smalahundur og það var nú út af fyrir sig ekki ánægjuefni að missa hana úr haustverkunum eða þátttöku á landsmóti. En hvolparnir sjö kröfðust athygli móður sinnar þetta haustið. Ása var í 3ja sæti á landsmóti SFÍ í unghundum í fyrra. Hún er undan Biff sem tryggði sér 3ja Íslandsmeistaratitilinn á landsmóti SFÍ um síðustu helgi. Hér eru sýnishorn af Ásu myndband1 myndband2 myndband3

Hvolparnir eru hinir hressustu eins og við mátti búast. Þeir eru til sölu og nánari upplýsingar gefur Lísa í síma 8631679. Þeir verða bólusettir, heilsufarsskoðaðir og örmerktir núna á föstudaginn kemur, eða 21. október og eru þá tilbúnir til afhendingar. Hvolparnir eru clear/normal fyrir eftirfarandi:  CEA, DH, Glau, IGS, MDR1, NCL5, SN, TNS. Þeir verða skráðir hjá SFÍ og ISDS (International Sheepdog Society). Hér má sjá hvernig ættartréið þeirra lítur út. Tveir hvolpanna eru fráteknir, sjá nánar í textanum undir myndunum. Hér má líka sjá myndskeið af hvolpunum frá því í gærkvöldi þar sem þeir eru að leika við mömmu sína og Lísu. Hér er svo annað þar sem þeir eru aðeins minni og fengu að leika sér heima í stofunni.

Hér má sjá myndir af hvolpunum:

Svört og hvít tík (seld).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrílit tík.

Þrílitatíkin fæddist ótrúlega lítil. Klárlega minnsti hvolpur sem við höfum eignast og var henni ekki hugað líf. En hún er harðari en flest annað og þrífst ótrúlega vel eftir gjörgæslu fyrstu dagana. Hér er hún dagsgömul.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svört og hvít tík (seld).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svört og hvít tík (seld).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svartur og hvítur rakki (bláeygður) (seldur).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svartur og hvítur rakki (bláeygður).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svartur og hvítur rakki (seldur).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimasætan var að vanda ánægð með litlu hvolpana

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessum aldri er alveg sama hversu heitt er í stofunni, alltaf sofa þeir í einum haug!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a reply