Eins og flestir vita standa göngur nú sem hæst. Fyrri göngum er lokið á báðum þeim afréttum sem Ketilsstaðagengið sinnir á ári hverju, það er að segja í Núpasveitarafréttur og Tjörnesafréttur. Seinni göngur eru fyrirhugaðar um næstu helgi á báðum stöðum. Veðrið hefur verið misjafnt og fresta þurfti göngum einn daginn í Fjallgarðsgöngum á Tjörnesi. Sá dagur var svo unninn upp viku seinna eða um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Það var nóg að gera hjá hundum heimilisins þann daginn, svo mikið reyndar að Panda fékk að fara í göngur í fyrsta skipti í nokkurn tíma. Panda er orðin 11 og hálfs árs og fyrir nokkru hætt að fara í göngur að staðaldri. Það var þó ekki að sjá á henni að nein ástæða væri til þess að spara hana neitt, áhuginn svo gott sem ærandi og dugnaðurinn með eindæmum.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar við vorum í biðstöðu á leið til réttar síðastliðinn laugardag. Hér má sjá Hringversland til hægri og Syðri-Tunguland til vinstri. Reksturinn endar svo í Tungugerðisrétt.