Þessa dagana er góður gestur í heimsókn á Ketilsstöðum. Það er hún Týra frá Bjarnastöðum (2008-2-0839). Halldór á Bjarnastöðum hafði samband við okkur og fékk að geyma hana hjá okkur í nokkra daga og kanna hvort hún og Galdur næðu ekki vel saman. Galdur er hinn kátasti með þessa heimsókn. Vonandi munum við svo sjá afrakstur heimsóknarinnar líta dagsins ljós snemma í maí.
Týra er reynslumikil tík sem Halldór ræktaði sjálfur og hefur alla tíð átt. Hún er undan Mac heitnum hans Þorvarðar á Eyrarlandi og Rósu frá Bjarnastöðum. Það gleður okkur sérstaklega að Rósa var undan Dreka okkar frá Brekku, en hann var og er enn í miklu uppáhaldi.
Eins og sjá má á myndinni eru fleiri ánægðir með þessa heimsókn en heimasætan á bænum er mjög hrifinn af henni Týru, enda barngóður og þægilegur hundur.