Hér kemur mjög síðbúin áramótakveðja. Lítið hefur verið að gerast hér á síðunni undanfarið. Helsta ástæðan er að tæknin hefur verið að stríða okkur aðeins sem nú loksins sér fyrir endan á. Að vísu er Google Chrome vafrinn ennþá með einhver leiðindi sem eru byggð á misskilningi en vonir standa til að það verði leiðrétt innan skamms tíma.
Árið 2017 var um margt eftirminnilegt í hundastússinu. Hæst ber náttúrulega að nefna HM í Hollandi. Auk þess var farið í hópferð til Bretlandseyja á vegum Smalahundafélags Íslands, en sú ferð var mjög vel heppnuð. Því miður var myndavélin fjarri góðu gamni í þeirri ferð og því getum við ekki sýnt lesendum neitt frá þeirri ferð. Eins og venjulega var svo haldið Íslandsmót, nokkur námsskeið og góð mynd komst á hundaaðstöðuna okkar hér á Ketilsstöðum. Stórt ár því að baki.
En þetta er ekki búið ennþá, þrátt fyrir stöðuna í sauðfjárræktinni í landinu. Á næstunni munu koma ef að líkum lætur tvær fréttir úr ræktuninni og þar af önnur þeirra með stærra móti. En nánar um það síðar.