Sælt veri fólkið.
Hér er allt ágætt að frétta. Helst þó að hún Ripley okkar frá Írlandi gaut í fyrsta skipti 27. nóvember síðastliðin. Alls komu sjö hvolpar, fimm rakkar og tvær tíkur. Það er óhætt að segja að mikið stuð sé á þeim núna þegar þeir eru rétt um mánaðar gamlir. Mikill spenningur er á heimilinu fyrir þessu goti. Gotfaðirinn er Biff frá Wales sem var fluttur inn á svipuðum tíma or Ripley.
Hér má sjá örstutt myndskeið af þeim sem tekið var fyrir fáeinum andartökum síðan.
Ripley er á meðan í hléi frá tamningu sem hentar okkur ágætlega enda myrkur að mestu um þessar mundir. Ripley er hinsvegar ekki jafn hrifinn af þessu ástandi.
Annars óskar Ketilsstaðafjölskyldan öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Sjáumst 2019!