Galdur

Galdur

Það komst loksins í verk að taka upp myndskeið af Galdri. Eins og fyrr hefur komið fram kom Galdur til okkar í vetur, þá um 10 mánaða, í fylgd með þáverandi eiganda sínum. Hundurinn var þá búinn að hrella eiganda sinn með óþarflega mikilli ásókn í ullarbragð. Það var eitthvað við hundinn sem höfðaði strax til Lísu og úr varð að fóru fram eigendaskipti síðsumars. Þetta er hæfileikaskepna og hann er glerharður, en sjálfsstjórnin naumt skömmtuð þegar leikar æsast. Galdur er rétt tæplega 16 mánaða þegar myndbandið er tekið upp og sýnir það stutta æfingu hjá Galdri og Lísu. Ef vel tekst til næstu misserin gæti þetta orðið alvöru græja. Myndskeið af Galdri má sjá hér.

Leave a reply