Ný heimasíða

Ný heimasíða

Sælt veri fólkið.

Eftir að hafa einokað dadastadir.is um nokkurt skeið ákváðum við að rétt væri að stofna sérstaka heimasíðu fyrir okkar hunda. Síðan hefur verið í vinnslu síðan snemma á síðasta ári er það okkur mikil ánægja og nokkur léttir að tilkynna að hér er hún kominn, smalahundar.is. Við höfum unnið þetta að öllu leyti sjálf og fengum til þess svolítinn styrk úr VAXNA. Þrátt fyrir að undirbúningurinn hafi ekki verið hnökralaus er gaman að hafa farið í gegnum þetta ferli og mjög lærdómsríkt.

Hér munum við koma til skila öllum fréttum af hvolpum, námsskeiðum, mótum og öllu öðru sem tengist hundunum okkar. Við finnum fyrir því að áhugi almennings og sérstaklega bænda eykst með hverju árinu sem líður. Okkar trú er að fyrr en varir verði smalahundurinn jafn sjálfsagður fylgihlutur bóndans og vaðstígvélin. Við ætlum að leggja okkar að mörkum til að svo geti orðið enda bjargföst trú okkar að það verði öllum til bæði gagns og gamans.

Við erum enn í góðu samstarfi við Daðastaði og mun Lísa áfram sinna Daðastaðaheimasíðunni eftir föngum.

Með góðum kveðjum.

 

 

Leave a reply