Eftirminnilegt sunnudagskvöld

Eftirminnilegt sunnudagskvöld

Síðastliðið sunnudagskvöld var mikið að gera í hundamálum heimilisins. Við fengum tvær heimsóknir og báðar snérust þær um hunda.

Fyrst kom Dagbjartur Bogi Ingimundarson og færði okkur tvær litlar tíkur. Þær eru undan hans heimahundum en þeir eru báðir af Daðastaðakyni. Fast á hæla hans kom Davíð Jónsson frá Kjarna ásamt sinni fjölskyldu. Með í för var tíkin Móra sem hann á. Hún var kominn á svæðið til að hitta hann Galdur okkar sem var hinn ánægðasti með þessa ráðstöfun.

Á sunnudagskvöld var bjart og þurrt veður og því var nú ekki annað hægt en að mynda nokkuð í tilefni ef þessum heimsóknum. Myndirnar eru á myndasíðunni okkar.

Leave a reply